Samningur um bann við notkun jarðsprengna

Mánudaginn 08. mars 1999, kl. 12:12:01 (4428)

1999-03-08 12:12:01# 123. lþ. 80.24 fundur 581. mál: #A samningur um bann við notkun jarðsprengna# þál. 16/123, utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[12:12]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Hér er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á samningi um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra.

Hér er um afar merkilegt mál að ræða sem hefur hlotið mikla athygli um heim allan. Við Íslendingar höfum sótt ráðstefnur og fundi sem tengjast þessu máli, vorum m.a. viðstaddir þegar samningurinn var lagður fram til undirritunar á ráðstefnu í Ottawa 3. og 4. des. 1997. 131 ríki hafa undirritað samninginn þann 16. febr. og 64 ríki fullgilt hann.

Ég legg til, herra forseti, að að lokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað til hv. utanrmn.