Frumvarp um stjórn fiskveiða, 571. mál

Mánudaginn 08. mars 1999, kl. 12:50:31 (4431)

1999-03-08 12:50:31# 123. lþ. 80.95 fundur 332#B frumvarp um stjórn fiskveiða, 571. mál# (um fundarstjórn), SighB
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[12:50]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég þakka forseta að hann skuli vilja skoða málið. Ég vona að hann komist að þeirri niðurstöðu að málið verði tekið á dagskrá eins fljótt og hægt er. Ég ítreka að þetta er eina tillagan sem fram hefur komið á Alþingi Íslendinga fram að þessu, a.m.k. þar sem gert er ráð fyrir því að tekist sé á við hinn erfiða vanda strandveiðiflotans og landvinnslunnar og að fundin sé lausn á honum.