Vegagerð í afskekktum landshlutum

Mánudaginn 08. mars 1999, kl. 13:43:43 (4446)

1999-03-08 13:43:43# 123. lþ. 80.36 fundur 73. mál: #A vegagerð í afskekktum landshlutum# þál., Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[13:43]

Frsm. samgn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um till. til þál. um sérstakt átak í vegagerð í afskekktum landshlutum, sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon og Kristinn H. Gunnarsson fluttu.

Nefndarálitið er á þskj. 1015, og er 73. mál.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að gert verði sérstakt átak til að ljúka uppbyggingu og lagningu bundins slitlags á vegum sem tengja heila landshluta eða fjölmenn byggðarlög við meginþjóðvegakerfið og á næstu þremur árum verði varið allt að 2.500 millj. kr. úr ríkissjóði til þessa verkefnis, til viðbótar fjármunum af vegáætlun, með það að markmiði að árið 2001 verði allir þéttbýlisstaðir þar sem íbúar eru 100 eða fleiri tengdir þjóðvegakerfi landsmanna með vegum með bundnu slitlagi.

Samgöngunefnd vekur athygli á því að unnið er að slíku átaki í sérstakri nefnd um byggðamál í tengslum við fyrirhugaða breytingu á kjördæmum og leggur því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Stefán Guðmundsson og Ásta R. Jóhannesdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Aðrir hv. nefndarmenn skrifa undir, auk formanns og frsm., hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson, Egill Jónsson, Ragnar Arnalds, Árni Johnsen, Magnús Stefánsson og Kristján Pálsson.