Afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum

Mánudaginn 08. mars 1999, kl. 14:01:15 (4453)

1999-03-08 14:01:15# 123. lþ. 80.39 fundur 44. mál: #A afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum# frv. 51/1999, Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 123. lþ.

[14:01]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum, nr. 28 4. febrúar 1952.

Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir um það bárust frá Bandalagi íslenskra listamanna, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, byggðarráði Skagafjarðar, borgarstjóranum í Reykjavík, Stykkishólmsbæ, bæjarráði Árborgar, bæjarráði Reykjanesbæjar og Bandalagi íslenskra leikfélaga.

Í frumvarpi þessu er lagt til að lög sem heimila sveitarstjórnum að leggja sérstakt gjald á kvikmyndasýningar verði lögð niður. Fram kemur í fylgiskjali með frumvarpinu að heimild laganna virðist nú hvergi vera notuð.

Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.

Undir nál. rita Sigríður Anna Þórðardóttir formaður, Hjálmar Árnason, Kristín Ástgeirsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Tómas Ingi Olrich, Arnbjörg Sveinsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir.