Almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður)

Mánudaginn 08. mars 1999, kl. 20:31:30 (4456)

1999-03-08 20:31:30# 123. lþ. 81.1 fundur 327#B almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður)#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 123. lþ.

[20:31]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Tekið er fyrir eina dagskrármálið, almennar stjórnmálaumræður, sem útvarpað verður og sjónvarpað héðan úr þinghúsinu.

Umræðurnar fara þannig fram að hver þingflokkur fær 30 mín. til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, 12 mín. í fyrstu umferð, 10 mín. í annarri og átta mín. í síðustu umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum:

Samfylkingin, Sjálfstfl., óháðir, Framsfl. Ræðumenn flokkanna verða:

Fyrir Samfylkingu tala í fyrstu umferð Rannveig Guðmundsdóttir, 5. þm. Reykn., og Bryndís Hlöðversdóttir, 8. þm. Reykv. Í annarri umferð tala Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv., og Jóhanna Sigurðardóttir, 13. þm. Reykv. Í þriðju umferð talar Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf.

Fyrir Sjálfstfl. tala í fyrstu umferð Björn Bjarnason menntmrh., í annarri umferð Arnbjörg Sveinsdóttir, 5. þm. Austurl., og Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestf., en í þeirri þriðju Sigríður Anna Þórðardóttir, 3. þm. Reykn.

Ræðumenn óháðra verða: Ögmundur Jónasson, 12. þm. Reykv., og Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., í fyrstu umferð. Í annarri umferð talar Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., en Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., í þeirri þriðju.

Fyrir Framsfl. tala Halldór Ásgrímsson utanrrh. í fyrstu umferð, í annarri umferð Siv Friðleifsdóttir, 4. þm. Reykn., og Magnús Stefánsson, 3. þm. Vesturl. Í þriðju umferð Valgerður Sverrisdóttir, 3. þm. Norðurl. e.