Beiðni um utandagskrárumræðu

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 10:39:56 (4479)

1999-03-09 10:39:56# 123. lþ. 82.91 fundur 333#B beiðni um utandagskrárumræðu# (aths. um störf þingsins), SF
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[10:39]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Ég hefði talið mjög æskilegt að utandagskrárumræða hefði farið fram um málið. Það er alveg ljóst að hér er um mikið hagsmunamál fyrir Grindvíkinga að ræða. Hallgrímur Bogason, formaður bæjarráðs, hefur t.d. haft samband við mig og lýst áhyggjum þeirra.

Þetta er ekki lítið samfélag. Það eru 2.200 manns sem búa í Grindavík. Þarna er verið að taka bakvaktir af og það hefði verið mjög æskilegt að fá faglega umræðu um málið, hvort um eðlilega hagræðingu sé að ræða eða ekki. Ég hef hins vegar talsverðan skilning á því að hæstv. menntmrh. á kannski erfitt um vik þar sem hann þekkir þessi mál væntanlega ekki í þaula en ég er ósammála því að það hefði ekki orðið einhvers virði að fá að ræða þetta mál við hæstv. ráðherra. Ég hef skilning á stöðu mála en ég ítreka að mjög æskilegt hefði verið að taka málið upp og leyfa fólkinu að ræða það í þaula til að sjá hvort um eðlilega aðgerð sé að ræða eða ekki. Þetta er stórt samfélag, 2.200 manns, og talsverður tími sem fer í að sinna t.d. slysum sem geta orðið í kringum Grindavík. Ef þau koma upp á tekur talsverðan tíma fyrir lögregluna að færa sig á milli.