Beiðni um utandagskrárumræðu

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 10:44:42 (4482)

1999-03-09 10:44:42# 123. lþ. 82.91 fundur 333#B beiðni um utandagskrárumræðu# (aths. um störf þingsins), KPál
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[10:44]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Varðandi það að taka mál einstakra byggðarlaga upp undir þessum lið væri út af fyrir sig eðlilegt undir þeim kringumstæðum að um mikið upplausnarástand væri að ræða í Grindavík og ef vandamálin hrönnuðust þar upp í löggæslumálum væri það líka eðlilegt, en svo er reyndar ekki. Við þingmenn Reykjaness könnumst við þetta vandamál að bakvaktir hjá lögreglunni í Grindavík hafa verið færðar á milli svæða.

Þetta mál hefur verið sérstaklega rætt við dómsmrh. og hefur verið til skoðunar þar. Ég hef því ekki trú á því að Grindvíkingar þurfi að hafa slíkar áhyggjur af þessu máli eins og komið hefur fram en ítreka að undir eðlilegum kringumstæðum hefði mér fundist að slík mál, ef um mjög alvarlegt ástand væri að ræða, kæmu til umræðu í utandagskrárumræðu.