Raforkuver

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 12:44:04 (4497)

1999-03-09 12:44:04# 123. lþ. 82.17 fundur 471. mál: #A raforkuver# (Vatnsfells-, Búðarháls- og Villinganesvirkjanir) frv. 48/1999, MagnM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[12:44]

Magnús Árni Magnússon (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. 4. þm. Austurl. má ekki misskilja mig. Ég kann vel að meta að raddir séu uppi sem benda á það sem betur mætti fara og vísa mönnum leiðina. Hins vegar þegar menn eru komnir 50 ár fram í tímann og ætla sér að reikna út orkunotkun þeirra tækja sem þá verða á ferðinni, sem ég get eiginlega ekki heldur séð fyrir mér né nokkur annar, þá finnst mér við vera farin að draga umræðuna dálítið út úr því sem hún ætti kannski að snúast um. Það var einungis þetta sem ég vildi benda á.

Hins vegar vil ég að sjálfsögðu taka undir að það er gott að hlusta á varúðarraddir og það verður gert áfram en menn verða að gæta hófs í heimsendaspádómunum.