Hvalveiðar

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 15:30:26 (4520)

1999-03-09 15:30:26# 123. lþ. 82.18 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, Frsm. meiri hluta KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[15:30]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Kristinn H. Gunnarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það var annað sem kom fram í máli hv. þm. Hann dró í efa að NAMMCO væri sú stofnun sem dygði til skv. 65. gr. hafréttarsáttmálans. Það er álit sérfræðinga okkar að NAMMCO uppfylli þær kröfur sem alþjóðastofnanir sem vitnað er til þurfa að rísa undir og því sé nægilegt fyrir Íslendinga að starfa innan þeirra samtaka. Mér er ekki kunnugt um að athugasemdir hafi verið gerðar við það álit frá ríkjum sem eiga aðild að sáttmálanum. Ég vil einnig benda á til fróðleiks fyrir hv. þm. að Kanadamenn eiga ekki aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu og heldur ekki að NAMMCO. En þeir telja sig uppfylla skyldur sínar í alþjóðahafréttarsáttmálanum með því að eiga áheyrnarfulltrúa sem starfi þannig í vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins og telja það fullnægjandi fyrir sitt leyti en þeir stunda hvalveiðar eins og kunnugt er.