Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 22:09:22 (4588)

1999-03-09 22:09:22# 123. lþ. 82.23 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, JHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[22:09]

Jónas Hallgrímsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get ekki annað en þakkað hv. þm. fyrir hlý orð í minn garð og mína frammistöðu. Þau eru að vísu óverðskulduð en ég hleyp ekkert frá mínum orðum. Ég tel, og er tilbúinn til þess að standa við það, að samgönguyfirvöld á hverjum tíma og hver sem átt hefur hlut að máli --- og endurtek að mér þykir fyrir því að viðkomandi aðili skuli ekki vera hér til þess að bera þá af sér. Ég hef ekki annan tíma til þess að segja það sem ég vil um þessi mál --- hafi haldið illa á þessum málum og staðið í vegi fyrir því að þeim yrði haldið áfram eins og þessi æðsta samkunda þjóðarinnar ætlaðist til. Menn hafa ekki bara verið hundlausir heldur líka illa ríðandi í þessu máli.

[22:11]