Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 23:13:04 (4603)

1999-03-09 23:13:04# 123. lþ. 82.23 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[23:13]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Þetta snýr ekki að því efni sem er til umræðu og forseti vill taka fram að hann sagði sína skoðun sem forseti áðan að hér kemur fram nál. um jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Síðar er sagt: ,,Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldum breytingum.`` Síðan kemur ný tillaga sem ekkert fjallar um það efni sem var í þessari tillögu. Forseti gat því ekki annað en tekið undir það sem hv. 11. þm. Reykn. spurði hann um og felldi engan úrskurð um málið en sagði eingöngu að hér hefðu sjö hv. þm., sem allir sitja í samgn., náð saman um svohljóðandi breytingu. Hitt málið kemur þessu ekki við. Forseti skilur vel að oft verða efnislegar breytingar á málum og þau samþykkt með breytingum. Forseti tók undir það að þetta mál væri nokkuð óvenjulegt en vill samt ekki um það deila. En hægt er að ræða það í forsn. og fara yfir það.