Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 23:14:19 (4604)

1999-03-09 23:14:19# 123. lþ. 82.23 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, ÁE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[23:14]

Ágúst Einarsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætla ekki að lengja þetta mál mitt. Það að hefja máls á þessu er að benda á með hvaða hætti þetta kemur hér fram. Hv. formaður nefndarinnar sagði að í lagi væri að breyta á eðlilegum forsendum og talað er um miklar breytingar á tillögunni. Ekkert af þessu er gert. Og það sem hv. þm. Egill Jónsson sagði, að stuðst væri við eða notað úr tillögu þeirra flm. að tillögunni, er ekki rétt. Það er ekkert í afgreiðslu samgn. úr tillögu flutningsmanna.

[23:15]

Tillaga samgn. er orðrétt tillaga Magnúsar Stefánssonar og fleiri, fyrir utan það að bætt er við einni setningu. Sú setning er ekki úr tillögu frá flm. en vafalítið er vikið að þeim efnisatriðum í greinargerð. Ég er ekki að ræða um þetta heldur um fundarstjórn forseta. Ég tel að forseti hafi svarað þeim spurningum sem ég beindi til hans varðandi málsmeðferð. Hann hefur skýrt hvernig þetta væri fram komið. Aðrir nefndarmenn hafa einnig skipst á skoðunum um það. Ég stend enn við það sem ég sagði í upphafi. Nefndin hefði að átt að vinna málið öðruvísi en gert er með þessari afgreiðslu. Ég get haft ýmsar skoðanir á jarðgangagerð, hvort sem er á Austfjörðum eða annars staðar. Það er ekki efni þessarar umræðu. Ég var formlega að biðja hæstv. forseta að leggja mat á þingskjöl sem lágu hér fyrir og hann hefur að mínu mati dregið skýra mynd af því.