Íslenski hesturinn

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 23:41:04 (4614)

1999-03-09 23:41:04# 123. lþ. 82.24 fundur 342. mál: #A íslenski hesturinn# þál. 12/123, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[23:41]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti ætlar ekki í umræður úr forsetastól. Hann vill samt sem áður biðja um að hinu fyrra máli verði ekki blandað inn í þessa umræðu. Það var með góðum vilja að forseti frestaði því meðan finna mætti samstöðu um það mál. Það var ekki samstaða um það en forseti vekur þó athygli á brtt. sem liggur fyrir í þessu máli. Þar segir það sama og efnið gengur út á: ,,... gegni veigamiklu hlutverki við opinberar móttökur``.

Forseti metur það svo að landbn. hafi skilað málinu frá sér svolítið breyttu, sem eðlilegt var, og þannig náð samstöðu um það.