Dagskrártillaga

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 10:40:00 (4648)

1999-03-10 10:40:00# 123. lþ. 83.91 fundur 343#B dagskrártillaga# (aths. um störf þingsins), EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[10:40]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Hér er ekki verið að greiða atkvæði um efnisatriði þeirrar tillögu sem fyrir liggur. Hér er fyrst og fremst fjallað um hvort þetta mál eigi að koma á dagskrá. Hér er um efnismikið mál að ræða og umdeilanlega aðferð eins og allir vita. Ljóst er að þetta mundi kalla á mikla vinnu í sjútvn. Alþingis. Málið mundi kalla á miklar umræður og því ljóst að ekki yrði hægt að afgreiða það efnislega á yfirstandandi þingi, sem á að ljúka í dag samkvæmt starfsáætlun. Ég segi því nei.