Dagskrártillaga

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 10:40:53 (4649)

1999-03-10 10:40:53# 123. lþ. 83.91 fundur 343#B dagskrártillaga# (aths. um störf þingsins), GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[10:40]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Málefni sjómanna á strandveiðiflotanum eru satt að segja í mjög snúinni stöðu. Stjórn kvótakerfisins hefur leitt af sér örbirgðarástand hjá fjölmörgum sjómönnum á smábátum og dagróðrabátum. Málið þarf ekki bara umræðu heldur jákvæða afgreiðslu og það er auðvelt að afgreiða þetta mál á þeim tíma sem eftir lifir ef vilji er til staðar. Ég segi já.