Dagskrártillaga

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 10:48:25 (4655)

1999-03-10 10:48:25# 123. lþ. 83.91 fundur 343#B dagskrártillaga# (aths. um störf þingsins), SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[10:48]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Mér sýnist að í þessari tillögu felist að Alþingi eigi að samþykkja 15 þúsund tonna aukakvóta fram yfir ráðgjöf sérfræðinga. Það finnst mér óábyrgt og umhugsunarvert. Það er alveg ljóst að Alþingi átti að ljúka í dag eða í nótt. Þessi tillaga er því yfirboð og kosningabrella. Ég segi nei.