Hvalveiðar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 10:59:01 (4658)

1999-03-10 10:59:01# 123. lþ. 83.5 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[10:59]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Hér er loksins gengið til atkvæða á hv. Alþingi um tillögu um að hefja hvalveiðar. Þetta mál hefur verið mjög lengi til umræðu og hefur loksins komið til efnislegrar umfjöllunar og niðurstöðu á Alþingi. Ég tel það mikið fagnaðarefni og vek athygli á því að jafnframt því að ályktað er um að hefja skuli hið fyrsta hvalveiðar hér við land, er tekið fram að þessi ályktun geri það að verkum að ályktun Alþingis frá 2. febrúar 1983 standi ekki lengur í vegi fyrir því að veiðar geti farið fram. Þetta er mjög mikilvægur áfangi sem ber að fagna. Ég segi því já.