Hvalveiðar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 11:07:05 (4664)

1999-03-10 11:07:05# 123. lþ. 83.5 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[11:07]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Sú tillaga sem hér liggur fyrir er óútfyllt ávísun og ógerlegt er að taka málefnalega afstöðu til hennar. Hún snýst ekki um að hefja skynsamlega nýtingu á afmörkuðum tegundum og samþykkt hennar væri varasöm gjörð af hálfu Alþingis sem gæti haft viðsjárverðar afleiðingar. Ég greiði því ekki atkvæði með þessari tillögu, herra forseti, heldur sit hjá.