Hvalveiðar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 11:09:04 (4666)

1999-03-10 11:09:04# 123. lþ. 83.5 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[11:09]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Það var orðið tímabært að Alþingi tæki af skarið um það hvort hefja skuli hvalveiðar hér við land eður ei. Ég vil lýsa ánægju með afgreiðslu sjútvn. á málinu. Samkvæmt tillögu nefndarinnar verða hvalveiðar hafnar hið fyrsta og ákvörðun Alþingis frá 1983 um að mótmæla ekki hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins stendur ekki í vegi fyrir því. Ekki verður bæði sleppt og haldið í þessum efnum en ég tek eftir því að sumir hv. þm. leggja sig fram um að tala fyrir sjónarmiðum andstæðra fylkinga, vera bæði með og á móti. Þeir sem styðja að hvalveiðar verði hafnar á nýjan leik hljóta að segja já. Ég segi já.