Hvalveiðar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 11:17:52 (4674)

1999-03-10 11:17:52# 123. lþ. 83.5 fundur 92. mál: #A hvalveiðar# þál. 8/123, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[11:17]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég tel að með samþykkt tillögunnar séum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Ég tel að við sköðum stórlega markaði okkar erlendis með samþykkt tillögunnar. Ég tel að við sköðum ferðaþjónustu á Íslandi með samþykkt tillögunnar og ég tel að við munum eiga erfitt með að losna við kjöt af þeim skepnum sem verða veiddar og munum sitja uppi með það og það sé vegna alþjóðlegra samninga ógerlegt að selja hvalaafurðir eins og sakir standa. Ég greiði því atkvæði gegn samþykkt tillögunnar.