Skipulags- og byggingarlög

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 17:20:17 (4726)

1999-03-10 17:20:17# 123. lþ. 83.45 fundur 352. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (skipulag miðhálendisins) frv. 58/1999, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[17:20]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég geri mér grein fyrir að erfitt er að ná sáttum við hv. þm. Össur Skarphéðinsson í þessum efnum. (Gripið fram í: Og fleiri.) Ágætir fulltrúar fylkingarinnar í umhvn. stóðu sig með miklum ágætum í því nefndarstarfi, komu með margar ábendingar og mörg ráð. Ég er alveg viss um að tíminn á eftir að leiða það í ljós að hér er um ákveðin atriði að ræða sem skipta heilmiklu máli í skipulags- og byggingarlögunum hvað hálendið varðar og við eigum ekki að vera á þeim neikvæðu nótum að berja þessa viðleitni okkar strax niður, það er engin ástæða til þess. (Gripið fram í.) Þetta á eftir að koma í ljós og það er svo margt þegar við horfum til framtíðarinnar. Hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir, sem var að kalla fram í fyrir mér rétt áðan, talaði um nýjar víddir og ný ljós. Hér er um ný lög að ræða, breytingar á lögum og við skulum athuga hvort ekki komi ákveðin atriði þar fram sem eru til bóta.