Skipulags- og byggingarlög

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 19:29:46 (4746)

1999-03-10 19:29:46# 123. lþ. 83.45 fundur 352. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (skipulag miðhálendisins) frv. 58/1999, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[19:29]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. umhvrh. svörin. Hann staðfestir að það er alveg ljóst að með þessari afgreiðslu er verið að hverfa frá því að samvinnunefnd miðhálendisins fái nokkuð að segja um þær tillögur um skipulag hálendisins sem liggja nú fyrir. Með þeirri breytingu sem meiri hluti umhvn. hefur gert er verið að leggja í hendur á ráðherranum að geta þegar í stað staðfest það skipulag án þess að þurfa að taka eitt eða neitt tillit til eða hafa áhyggjur af því að láta skoða það mál betur.

Ég tel það vera mjög alvarlega breytingu sem hefur verið gerð, að höggva þannig á hnútinn og koma í veg fyrir að skipulagstillögurnar sem fyrir liggja geti fengið frekari umfjöllum. Nú er allt í valdi ráðherra. Mér finnst að þarna hafi hæstv. umhvn. stigið stórt skref aftur á bak og harma það.