Skipulags- og byggingarlög

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 19:32:53 (4748)

1999-03-10 19:32:53# 123. lþ. 83.45 fundur 352. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (skipulag miðhálendisins) frv. 58/1999, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 123. lþ.

[19:32]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Það hefur komið mjög skýrt fram hjá hæstv. ráðherra að breyting hafi verið gerð í meðferð meiri hluta umhvn. sem veikir mjög möguleika á því að koma eðlilegum athugasemdum og umfjöllun við um þær skipulagstillögur sem fyrir liggja. Nefndin hefur veikt það ferli verulega.

Mér skildist líka á ráðherranum að sú breyting hefði ekki verið gerð að hans fyrirlagi heldur hefði hann heldur kosið að hafa það vinnuferli sem var í frv. sem hann nefndi sjálfur.

Ég veit að hæstv. ráðherra getur ekki komið upp aftur í andsvari en ég ætla engu að síður að mælast mjög eindregið til þess við hann að hann staðfesti ekki skipulagstillöguna á meðan hann situr í stól umhvrh., hvað svo sem verður um þann sem mun taka við starfi hans. Ég held það væri mjög varhugavert að ganga frá og staðfesta svo mikilvægt og umdeilt mál, kannski aðeins örfáum vikum áður en nýr þingmeirihluti og ný ríkisstjórn tekur við í þessu húsnæði sem við erum hér í.