Raforkuver

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 21:01:13 (4762)

1999-03-10 21:01:13# 123. lþ. 84.11 fundur 471. mál: #A raforkuver# (Vatnsfells-, Búðarháls- og Villinganesvirkjanir) frv. 48/1999, Frsm. meiri hluta StG
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[21:01]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Stefán Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Í samræmi við samkomulag sem hér var gert í gærkvöldi, vegna virkjunar í Bjarnarflagi, er brtt. sem ég tala fyrir flutt. Breytingatillagan er við frv. til laga um breytingu á lögum um raforkuver, nr. 60/1981, með síðari breytingum. Hún er svohljóðandi:

,,Við 3. tölul. 1. efnismgr. 1. gr. og lokamálslið 4. gr. bætist: að uppfylltum skilyrðum samkvæmt lögum nr. 36/1974, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.``