1999-03-11 01:01:29# 123. lþ. 84.25 fundur 585. mál: #A endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi# frv. 43/1999, RA (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[25:01]

Ragnar Arnalds (andsvar):

Herra forseti. Við höfum fjallað um 60 mál í dag í þinginu og mjög mörg þeirra eru einmitt að koma til 2. umr. úr nefnd. Ég hygg að það gildi um mikinn meiri hluta þessara mála að fluttar eru einhverjar brtt. við þau langflest. Mér er alveg óskiljanlegt af hverju ekki var hugsanlegt að skapa einmitt þá samstöðu sem hv. þm. nefndi áðan með því að gera þær lagfæringar á frv. sem nefndarmönnum sýndust nauðsynlegar og góð samstaða gat tekist um.

En ef það var ekki hæstv. iðnrh. að kenna að þetta var ekki gert og ef það var ekki hann sem lagði blátt bann við því að nokkur breyting yrði gerð, hver var það þá? Ég hlýt að spyrja hv. þingmenn og formann nefndarinnar að þessu: Hver ber þá ábyrgð á því að ekki mátti neinu hnika í frv.?