1999-03-11 01:02:50# 123. lþ. 84.25 fundur 585. mál: #A endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi# frv. 43/1999, Frsm. meiri hluta StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[25:02]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér er ljúft að svara hv. þm. Ragnari Arnalds og það hreint út. Ef um einhverja ábyrgð er að ræða í þessu þá er hún mín. Ég tók það fram í máli mínu áðan að það var mitt mat að þetta væri ekki hægt, það væri ekki hægt að koma þessu máli inn öðruvísi en þetta gerðist á þennan hátt. Hv. þm. veit, og ég veit að hann mun viðurkenna það, hverjar óskir kvikmyndagerðarmanna voru um þetta mál. Þær voru á þann veg að við legðum málið fram óbreytt, við legðum ekki í neina tvísýnu með málið. Svo áríðandi væri að fá málið afgreitt.

En til að taka af allan vafa þá endurtek ég: Ef um einhverja ábyrgð er að ræða og menn vilja leita að sökudólgi í málinu þá er það sá sem hér stendur.