Umræða um málefni sjávarútvegsins

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 10:33:56 (4897)

1999-03-11 10:33:56# 123. lþ. 85.91 fundur 356#B umræða um málefni sjávarútvegsins# (aths. um störf þingsins), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[10:33]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég þakka fyrir það hlé sem forseti gaf til þess að fara yfir mál varðandi sjávarútveginn sem hér hafa verið til umræðu. Í þessu hléi hafa mál skipast á þann veg að sjútvn. þingsins mun koma saman og fjalla um málið og ég tel að góðar líkur séu á því að samkomulag náist í málinu. Ég mælist því til þess að þingfundi verði fram haldið og sjútvn. fái tækifæri til þess að fjalla um þetta mál og koma með tillögur sínar til þingsins.