Umræða um málefni sjávarútvegsins

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 10:35:41 (4899)

1999-03-11 10:35:41# 123. lþ. 85.91 fundur 356#B umræða um málefni sjávarútvegsins# (aths. um störf þingsins), HG
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[10:35]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Í gær var farið fram á að umræða yrði utan dagskrár um þessi málefni sem hafa síðan verið í umræðu á milli flokka í bakherbergjum og er góðra gjalda vert að sjútvn. þingsins taki á þessum efnum sem hugsanlegt er að ná samkomulagi um og ég þakka fyrir þær undirtektir. Það er alveg ljóst að þau mál sem brenna á mönnum þurfa að fá einhverja úrlausn á Alþingi Íslendinga og á það hefur verið þrýst. Til dæmis er ósvarað fyrirspurn sem ég bar fram við hæstv. sjútvrh. um stöðu sjávarútvegsbyggða sem misst hafa veiðiheimildir og kvótalítilla útgerða og þannig er með mörg atriði þessa máls sem hafa ekki fengist upp gerð og ég lýsi ánægju með það að sjútvn. kemur saman og hæstv. starfandi sjútvrh. hefur stuðlað að því.