Lífeyrissjóður sjómanna

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 10:48:43 (4903)

1999-03-11 10:48:43# 123. lþ. 85.9 fundur 324. mál: #A Lífeyrissjóður sjómanna# (heildarlög) frv. 45/1999, GHall (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[10:48]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Af illri nauðsyn er hér verið að greiða atkvæði um Lífeyrissjóð sjómanna rétt einu sinni enn. Það er rétt. En forsögu þessa máls má rekja m.a. til flokksbræðra þess ágæta þingmanns sem hér talaði áðan, sem þá birtist í formi félagsmálapakka árið 1980. Þáv. ríkisstjórn með alþýðubandalagsmenn innan borðs hafði lofað sjómönnum ýmsum hlunnindum sem aðrir launþegar í landinu höfðu fengið. M.a. áttu þessi hlunnindi að birtast í því að sjómenn gætu hafið töku lífeyris við 60 ára aldur og fylgdi þá með líka (Gripið fram í: Er þetta andsvar?) að hæstv. þáv. ríkisstjórn ætlaði að leggja fjármuni til Lífeyrissjóðs sjómanna sem ekki hefur verið gert. Þess vegna segi ég já í þessu máli. (RG: Þingmaðurinn er kominn í umræðu í atkvæðaskýringu.)