Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 10:53:15 (4905)

1999-03-11 10:53:15# 123. lþ. 85.11 fundur 521. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (úrskurðarnefnd o.fl.) frv. 60/1999, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[10:53]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Félagar í Landssambandi eldri borgara og Öyrkjabandalaginu eiga mjög mikið undir úrskurðum tryggingaráðs þar sem þeir eru varanlega háðir þeim úrskurðum sem þar koma til og þeim málum sem þar er fjallað um. Þeir hafa lengi óskað eftir að eiga aðild að tryggingaráði en hefur verið hafnað á þeim grundvelli að þar sé úrskurðað í einstökum deilumálum. Nú er verið að breyta lögunum í þá veru að sérstök úrskurðarnefnd mun fjalla um einstök deilumál og því sjáum við ekki neina fyrirstöðu lengur fyrir því að þessir aðilar fái aðild að tryggingaráði og gerum tillögu þar um. Ég segi því já.