Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 10:55:00 (4907)

1999-03-11 10:55:00# 123. lþ. 85.11 fundur 521. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (úrskurðarnefnd o.fl.) frv. 60/1999, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[10:55]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það væri sómi að því að hv. alþingismenn samþykktu þessa tillögu nú á ári aldraðra. Það hefur verið baráttumál aldraðra og öryrkja að fá aðkomu að stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Nú hefur hlutverki tryggingaráðs verið breytt og því er eðlilegt að þeir hafi aðkomu að stjórninni. Þess má geta að lífeyrisþegar, þ.e. aldraðir og öryrkjar, eru einn stærsti hópur viðskiptavina lífeyristrygginga og þess vegna er fullkomlega eðlilegt að þeir fái þarna aðkomu að eins og við höfum margoft farið fram á í sérstökum frv. sem hafa legið fyrir þinginu og liggja fyrir enn þá. Ég segi því já og vonast til þess að fólk sjái að sér og samþykki þetta við þessa atkvæðagreiðslu.