Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:03:57 (4911)

1999-03-11 11:03:57# 123. lþ. 85.11 fundur 521. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (úrskurðarnefnd o.fl.) frv. 60/1999, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:03]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Við leggjum til að 33. gr. laganna verði breytt til að tryggja að psoriasissjúklingum sem ekki geta nýtt sér lækningu í Bláa lóninu eða hérlendis sé tryggð læknismeðferð erlendis, á Kanaríeyjum. Þetta ákvæði hefur verið í lögunum en hætt var að afgreiða samkvæmt því frá árinu 1996. Síðan þá hefur aðeins einn sjúklingur farið utan en mjög margir þurfa á þessari þjónustu að halda og það hefur sýnt sig að sé þetta ekki inni sem sérákvæði er meðferð erlendis ekki tryggð fyrir þessa sjúklinga. Við teljum að það verði að tryggja hana með þessu ákvæði í lögunum. Ég segi já.