Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:05:00 (4912)

1999-03-11 11:05:00# 123. lþ. 85.11 fundur 521. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (úrskurðarnefnd o.fl.) frv. 60/1999, SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:05]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Það er algerlega óeðlilegt að halda þessu sérákvæði inni. Núna er það svo að pólitískt skipað tryggingaráð á að ákveða hverjir fara í þessar ferðir, reyndar eftir aðstoð frá læknum. En það er miklu eðlilegra að siglinganefnd taki þetta mál að sér eins og hún reyndar hefur gert síðustu ár, þ.e. að siglinganefnd ákveði hverjir eiga að fá að fara erlendis í meðferð.

Fækkað hefur í þessum hópi með tilkomu Bláa lónsins sem býður upp á afar góða þjónustu. Hins vegar er eðlilegt að verst höldnu sjúklingarnir fái að fara og nýbúið er að samþykkja að sex fari til meðferðar á Kanaríeyjum. Það er því alrangt sem hér er gefið í skyn að það sé verið að leggja þessar ferðir af. Það er miklu eðlilegra að siglinganefndin fjalli um þessa sjúklinga eins og aðra sjúklinga. Það er furðulegt að þeir sem kenna sig við jafnræði skuli ekki styðja það. Ég segi því nei.