Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:07:35 (4914)

1999-03-11 11:07:35# 123. lþ. 85.11 fundur 521. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (úrskurðarnefnd o.fl.) frv. 60/1999, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:07]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég beitti mér mjög fyrir því á árunum 1993 og 1994 sem heilbrrh. að gera Bláa lónið að virkum meðferðarstað fyrir psoriasissjúklinga. Það er mér í minni að ýmsir höfðu efasemdir um þær leiðir á þeim tíma og m.a. Samtök psoriasissjúklinga. Reynslan hefur hins vegar verið prýðileg og ég hygg að allir fagni þeim árangri sem þar hefur náðst.

Þó að félagar mínir í stjórnarandstöðunni hafi flutt tillögu um það þá hef ég ákveðnar efasemdir um að vera með stefnubreytingu í þessum efnum þó að á hinn bóginn vilji ég auðvitað halda því til haga að ekki dugir öllum psoriasissjúklingum sú meðferð sem Bláa lónið býður upp á. Ég vil því undirstrika það sem hér hefur komið fram að vitaskuld skal tryggingaráð og aðrir færir aðilar tryggja að þessir sjúklingar eins og aðrir fái bestu aðhlynningu sem kostur er á. Því greiði ég ekki atkvæði.