Skipulags- og byggingarlög

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:31:43 (4919)

1999-03-11 11:31:43# 123. lþ. 85.17 fundur 352. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (skipulag miðhálendisins) frv. 58/1999, MS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:31]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Í þessari grein felst m.a. ákvæði um skipan svæðisskipulagsnefndar, að hún skuli skipuð 12 fulltrúum. Að auki er ákvæði um að ráðherra sé heimilt að skipa allt að fjóra áheyrnarfulltrúa í nefndina frá öðrum en sveitarfélögum. Ég tel að ekki eigi að vera þetta ákvæði um áheyrnarfulltrúa, m.a. vegna þess að skipulagsmál eru verkefni sveitarfélaganna. Ég tel að þannig eigi það að vera og óþarft og óeðlilegt að stækka skipulagsnefndina á þennan hátt.

Að öðru leyti get ég fellt mig við flest önnur ákvæði greinarinnar. Vegna ákvæðis um aðild að svæðisskipulagsnefndinni greiði ég hins vegar ekki atkvæði.