Undirritun Kyoto-bókunarinnar

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:37:01 (4921)

1999-03-11 11:37:01# 123. lþ. 85.18 fundur 41. mál: #A undirritun Kyoto-bókunarinnar# þál., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:37]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Undirritun Kyoto-bókunarinnar mundi staðfesta vilja Íslendinga til að axla ábyrgð í umhverfismálum með öðrum þjóðum. Ríkisstjórnin hafnar undirritun og gerir Íslendinga ótrúverðuga og marklausa á alþjóðavettvangi. Við erum eina OECD-ríkið sem undirritar ekki bókunina fyrir 15. mars og verðum því ekki stofnaðilar.

Það er skömm að afstöðu ríkisstjórninnar. Þetta var fyrsta þingmál Samfylkingarinnar og skilin milli ríkisstjórnar og Samfylkingar í umhverfismálum eru skýr. Við viljum vinna að umhverfismálum á trúverðugan hátt og sterk siðferðisrök mæla með undirskrift.

Herra forseti. Ég er andvígur því að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar.