Náttúruvernd

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:49:40 (4927)

1999-03-11 11:49:40# 123. lþ. 85.19 fundur 528. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 44/1999, MagnM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:49]

Magnús Árni Magnússon:

Hæstv. forseti. Fulltrúar Samfylkingarinnar í umhvn. eru fylgjandi þessu frv. um náttúruvernd en með fyrirvara. Fyrirvarinn er helstur við 3. gr. þar sem á síðustu stigum vinnslu frv. í umhvn. var bætt við ákvæði þar sem skógræktarland fellur nú undir skilgreininguna ræktað land. Þetta ákvæði takmarkar allnokkuð þann almannarétt að umferð um skóglendi sé frjálst nema sérstakar aðstæður komi til. Þessi breyting sem virðist við fyrstu sýn lítil getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Því segi ég nei við þessari brtt.