Náttúruvernd

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:03:00 (4932)

1999-03-11 12:03:00# 123. lþ. 85.19 fundur 528. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 44/1999, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:03]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Við erum komin að 54. gr. frv. og hv. 4. þm. Austurl. hefur óskað eftir því að orðin í 1. málsl. 1. mgr. sem hljóða svo: ,,að fengnu samþykki sjávarútvegsráðherra og eftir atvikum`` falli niður þannig að fyrsta setningin yrði þá þannig ef tillagan verður samþykkt: ,,Umhverfisráðherra getur að fengnum tillögum eða áliti Hafrannsóknastofnunarinnar`` o.s.frv. Forseti vonar að þetta sé ljóst. Það sparar okkur tíma að fara svona í atkvæðagreiðsluna.