Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:24:07 (4940)

1999-03-11 12:24:07# 123. lþ. 85.22 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, JHall (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:24]

Jónas Hallgrímsson:

Virðulegur forseti. Eins og ég rakti í ræðu minni um þetta mál á hv. Alþingi í fyrrakvöld er enginn vafi á vilja Alþingis um að Austfjarðagöng verði næst í forgangsröð. Sá vilji kemur glöggt fram í þingskjölum frá 1991 með ákvörðun þar um frá 1987 sem enn fremur er staðfest í vegáætlun 1991--1993 þar sem lagt er til fjármagn í rannsóknir Austfjarðaganga.

Enn og aftur kemur vilji Alþingis fram í vegáætlun 1993--1996 með ráðstöfun rannsóknarfjár til Austfjarðaganga.

Virðulegur forseti. Vilji Alþingis er skýr í þessu máli og í trausti þess að við hann verði staðið greiði ég atkvæði með þessari tillögu.