Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:25:07 (4941)

1999-03-11 12:25:07# 123. lþ. 85.22 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, EgJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:25]

Egill Jónsson:

Virðulegi forseti. Í athugasemdum við langtímaáætlun um vegagerð sem afgreidd var frá Alþingi fyrir tæpu ári segir m.a. svo að ef til framkvæmda í jarðgangagerð komi yrði það gert samkvæmt sérstakri áætlun.

Hins vegar er með samþykkt ályktunarinnar hafinn undirbúningur að nýju átaki í jarðgangagerð á Íslandi. Þær áherslur sem fram koma í tillögu okkar Arnbjargar Sveinsdóttur um jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar falla algerlega að þessum markmiðum. Þessari niðurstöðu fagna ég og þessa niðurstöðu þakka ég.