Landshlutabundin skógræktarverkefni

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 15:53:03 (4975)

1999-03-11 15:53:03# 123. lþ. 87.3 fundur 484. mál: #A landshlutabundin skógræktarverkefni# frv. 56/1999, HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 123. lþ.

[15:53]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Þetta verður örstutt ræða. Hún er til að greina frá því að það er ekki rétt að frv. sé ekki þóknanlegt skógarbændum. Ég kannast alls ekki við það þeir séu óánægðir. Einhverjir hafa kvartað undan fjórða manninum í stjórn landshlutaverkefnisins, það er rétt. Einstaka maður á einstökum landsvæðum heldur að fjórir í stjórn verkefnisins muni miklu síður ná samkomulagi en þrír. Ég segi nú bara eins og í allt öðrum skógi en íslenskum skógum: ,,Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.`` Ég held að þeir hljóti að geta komið sér saman, fjórir menn í stjórn, þó hver um sig sé ekki úr nákvæmlega sama geira skógræktar.