Háskóli Íslands

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 16:01:56 (4977)

1999-03-11 16:01:56# 123. lþ. 87.6 fundur 509. mál: #A Háskóli Íslands# (heildarlög) frv. 41/1999, HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 123. lþ.

[16:01]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Tilgangur og markmið þessa frv. er að efla sjálfstæði Háskóla Íslands. Í því felst að ákvörðunarvald um innri málefni háskólasamfélagsins er fært inn fyrir veggi háskólans. Það nær einnig til málefna stúdenta þar sem þeir geta fjallað um sín eigin mál.

Í dag er staða stúdentaráðs sú að það, sem einu lýðræðisleg samtök stúdenta, hefur sjálfstæða stöðu samkvæmt nál. sem liggur fyrir frá hv. menntmn. Samkvæmt yfirlýsingu hæstv. menntmrh. í gær eða í nótt, yfirlýsingu hv. formanns menntmn. og varaformanns, þá er ekki gert ráð fyrir því að staða stúdentaráðs Háskóla Íslands breytist með því frv. sem nú liggur fyrir. Af þeim sökum sé ég ekki ástæðu til þess að greiða atkvæði með þeim brtt. sem hv. stjórnarandstæðingar leggja fyrir og segi því nei.