Yfirlýsing frá Samfylkingunni

Fimmtudaginn 25. mars 1999, kl. 10:43:33 (0)

1999-03-25 10:43:33# 123. lþ. 90.92 fundur 403#B yfirlýsing frá Samfylkingunni# (aths. um störf þingsins), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 123. lþ.

[10:43]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Hv. þm., sem orðinn er talsmaður Samfylkingarinnar, nefndi hér síðast að menn væru að sýna þinginu óvirðingu. Það var nákvæmlega það sem hv. þm. gerði áðan. Það kom fram frá hæstv. forseta að þingmaðurinn fengi að lesa yfirlýsingu í skjóli þess að hún kallaði ekki á umræður. Síðan hefur þingmaðurinn hér eldhúsdagsumræður í skjóli þess að yfirlýsingin kalli ekki á umræður.

Ég ætla ekki að vanvirða þingið með sama hætti og hinn nýkjörni talsmaður Samfylkingarinnar gerði.