Yfirlýsing frá Samfylkingunni

Fimmtudaginn 25. mars 1999, kl. 10:46:18 (0)

1999-03-25 10:46:18# 123. lþ. 90.92 fundur 403#B yfirlýsing frá Samfylkingunni# (aths. um störf þingsins), RG
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 123. lþ.

[10:46]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ég mun standa við það að þingflokkur Samfylkingarinnar var ekki að opna umræðu heldur biðja um yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem orðið hafa.

Herra forseti. Ég kem hér vegna þeirra orða að gert hafi verið samkomulag um dagskrána í dag og um annað yrði ekki rætt. Það hefur ekki verið haldinn neinn fundur eða samkomulag gert við þingflokksformenn um það hvernig þingi yrði lokið. Hins vegar mun ég standa nákvæmlega að þessari dagskrá en kom hér upp og óskaði eftir því að fulltrúi okkar fengi að koma með yfirlýsingu.

Það hefur verið staðið við allt sem ákvarðað hefur verið á fundum okkar þingflokksformanna með forseta Alþingis.