Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 25. mars 1999, kl. 10:53:50 (0)

1999-03-25 10:53:50# 123. lþ. 91.2 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv. +, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 123. lþ.

[10:53]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Þetta frv. hefur ákaflega skýran tilgang, að fækka þingsætum um þriðjung í þremur fámennustu kjördæmum landsins, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, og fjölga þingsætum að sama skapi á höfuðborgarsvæðinu. Áhrif íbúa þessara kjördæma munu minnka að sama skapi og þess mun sjá stað í fjárveitingum og lagasetningu á komandi árum sérstaklega þar sem vaxandi tilhneigingar gætir hjá þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu að líta á sig sem fulltrúa staðbundinna sérhagsmunahópa.

Samhliða breytingum á þingsætaskipan í samræmi við íbúaþróun á að draga úr miðstýringunni í stjórnskipaninni, auka völd og áhrif manna heima í héraði og treysta þeim í auknum mæli fyrir eigin velferð. Þetta er sú leið sem víða erlendis hefur verið farin með góðum árangri en hér ganga menn úrelta götu til meiri miðstýringar.

Herra forseti. Mál þetta er á villigötum og er algerlega óásættanlegt og ég segi því þvert nei.