Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 25. mars 1999, kl. 10:56:04 (0)

1999-03-25 10:56:04# 123. lþ. 91.2 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv. +, SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 123. lþ.

[10:56]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Við erum ekki á úreltri villigötu. Við erum á réttri leið. Hér er um nýja kjördæmaskipan að ræða og meiri jöfnun á atkvæðisrétti. Ungt fólk hefur talað fyrir þessu máli í langan tíma og ég vil sérstaklega draga fram þátt ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna í þessu máli. Þetta er rétt skref sem við erum að taka og því segi ég já.