Afbrigði um stefnuræðu: umræðutími flokka

Fimmtudaginn 01. október 1998, kl. 15:35:37 (11)

1998-10-01 15:35:37# 123. lþ. 1.91 fundur 23#B afbrigði um stefnuræðu: umræðutími flokka# (afbrigði við dagskrá), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur, 123. lþ.

[15:35]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en gengið er til dagskrár þarf að leita afbrigða frá þingsköpum þar sem samkomulag er um annan ræðutíma í umræðum um stefnuræðu forsrh. en kveðið er á um í 2. mgr. 73. gr. þingskapa. Þessi afbrigði skoðast samþykkt ef enginn hreyfir andmælum. --- Það eru engin andmæli og eru afbrigðin þá samþykkt.