Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra

Fimmtudaginn 01. október 1998, kl. 20:35:36 (15)

1998-10-01 20:35:36# 123. lþ. 2.1 fundur 10#B umræða um stefnuræðu forsætisráðherra#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 2. fundur, 123. lþ.

[20:35]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Umræðan skiptist í þrjár umferðir. Þar sem hæstv. forsrh. hefur þegar flutt stefnuræðu sína er samkomulag um að aðrir þingflokkar en Sjálfstfl. hafi 12 mínútur hver í fyrstu umferð. Í annarri og þriðju umferð hefur hver þingflokkur sex mínútur til umráða.

Röð flokkanna verður þessi: Sjálfstfl., jafnaðarmenn, Alþb., Framsfl., þingflokkur óháðra og Samtök um kvennalista.

Ræðumenn verða fyrir Sjálfstfl.: Þorsteinn Pálsson sjútvrh. í annarri umferð og Guðmundur Hallvarðsson, 10. þm. Reykv., í þriðju umferð. Ræðumenn jafnaðarmanna verða í fyrstu umferð Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf., og Lúðvík Bergvinsson, 6. þm. Suðurl., í annarri umferð og Guðmundur Árni Stefánsson, 9. þm. Reykn., í þriðju umferð. Fyrir Alþb. talar Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl., í fyrstu umferð, í annarri Kristinn H. Gunnarsson, 5. þm. Vestf., og í þriðju umferð Bryndís Hlöðversdóttir, 12. þm. Reykv. Fyrir Framsfl. tala Halldór Ásgrímsson utanrrh. í fyrstu umferð, í annarri Ingibjörg Pálmadóttir heilbr.- og trmrh. og á ný í þriðju umferð Halldór Ásgrímsson utanrrh. Ræðumenn fyrir þingflokk óháðra verða Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., og Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., í fyrstu umferð, í annarri Hjörleifur Guttormsson, 4. þm. Austurl., og í þriðju umferð Ögmundur Jónasson, 17. þm. Reykv. Fyrir Samtök um kvennalista tala í fyrstu umferð Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., og í annarri og þriðju umferð Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv. Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf., og talar af hálfu jafnaðarmanna.