Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 09:32:00 (36)

1998-10-05 09:32:00# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[09:32]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en umræðan hefst vill forseti taka fram að samkomulag er milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar. Á eftir framsöguræðu hæstv. fjmrh. tala talsmenn þingflokka og hafa tvöfaldan ræðutíma í fyrra sinn, þ.e. allt að 40 mínútur. Andsvör verða ekki leyfð á eftir þessum ræðum. Að loknum ræðum talsmanna talar hæstv. fjmrn. í annað sinn og verða þá leyfð andsvör. Reiknað er með að þau geti staðið allt að hálfri klukkustund ef ekki er hreyft andmælum við því. Að þeim loknum heldur umræðan áfram samkvæmt þingsköpum.