Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 13:54:05 (53)

1998-10-05 13:54:05# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[13:54]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Hæstv. fjmrh. er alveg ljóst hver almenn launahækkun til ríkisstarfsmanna verður og síðan til bótaþega. Hæstv. ráðherra hlýtur líka að vera ljóst að það er verulegur munur á þeirri krónutölu sem berst til bótaþeganna og því sem 3,5% almenn launahækkun gefur til ríkisstarfsmanna. Þar er mikill munur í krónutölu, verulegur.

Aðeins af því ég er kominn hér aftur. Ég gerði grein fyrir þeim spurningum sem við munum vafalaust senda til ríkisstjórnar og hv. formanns fjárln. og til viðbótar við það spurði ég í ræðu minni hvað hæstv. ríkisstjórn ætlaði að gera varðandi leiguíbúðir. Það er biðlisti í Reykjavík upp á 600 leiguíbúðir. Gert er ráð fyrir 120 leiguíbúðum alls fyrir landið. Hvað ætlar hæstv. ríkisstjórnin að gera í málum þessa aðila sem út af standa?